- Auglýsing -
Jens Sigurðarson markvörður úr Val var valinn besti markvörður Sparkassen Cup mótsins í handknattleik sem lauk í gærkvöld. Áhorfendur mótsins völdu úrvalsliði mótsins og varð Jens hlutskarpastur í vali á besta markverðinum.
Jens og félagar í 19 ára landsliðinu höfnuðu í öðru sæti á mótinu. Þeir unnu fjórar leiki og töpuðu aðeins einum, úrslitaleiknum við Þýskaland.
Íslensku piltarnir, þjálfarar þeirra og aðstoðarmenn komu til landsins síðdegis í dag með silfurverðlaun frá Þýskalandi eftir góðar stundir í Merzig síðustu daga og taka galvaskir á móti nýju ári.
Jens var einnig í 18 ára landsliði Íslands sem hafnaði í fjórða sæti á Evrópumótinu í ágúst.
- Auglýsing -