- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Jóhann tryggði HK langþráðan sigur – Naumt hjá Val – öruggara hjá Haukum og FH

- Auglýsing -

Eftir fjóra tapleiki í röð í Olísdeildinni tókst HK loks að krækja í tvö stig í kvöld er liðið lagði Stjörnuna með minnsta mun, 24:23, í Kórnum í 14. umferð. Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. HK hefur þar með jafnað Stjörnuna að stigum í áttunda til níunda sæti. Hvort lið hefur 10 stig. HK lyftist upp um eitt sæti.

Staðan var 15:11 í hálfleik fyrir HK-inga sem voru með frítt inn á leikinn. Stjörnumenn börðu í bumbur í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki.

HK – Stjarnan 24:23 (15:11).

Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 6, Ágúst Guðmundsson 4, Andri Þór Helgason 3/3, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Tómas Sigurðarson 2, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1.

Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 5/1, 20,8% – Róbert Örn Karlsson 4, 50%.

Mörk Stjörnunnar: Benedikt Marinó Herdísarson 4/3, Gauti Gunnarsson 4, Jóel Bernburg 4, Loftur Ásmundsson 3, Pétur Árni Hauksson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 1, Ísak Logi Einarsson 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 10/1, 30,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Valur – Þór 31:30 (16:16).

Valsmenn máttu teljast lánsamir að vinna Þórsara, 31:30, í N1-höllinni. Þórsarar fengu þrjú tækifæri á síðustu 150 sekúndum til þess að jafna metin, m.a. vítakast. Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals, sem var ekki alveg upp á sitt besta í leiknum, varði vítakast frá Oddi Gretarssyni. Auk þess töpuðu Þórsarar boltanum hálfri mínútu fyrir leikslok til viðbótar við að Björgvin Páll varði langskot Brynjars Hólm Grétarssonar á síðustu sekúndum.

Þórsarar unnu svo sannarlega fyrir að hreppa annað stigið að þessu sinni. Þeir fara hins vegar tómhentir norður eftir að hafa velgt Valsmönnum svo sannarlega undir uggum.

Staðan var 16:16 í hálfleik. Valur skoraði fjögur síðustu mörkin fyrir hálfleikshléið og liðið fór inn í klefa með jafna stöðu.

Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 8, Arnór Snær Óskarsson 7/3, Allan Norðberg 4, Bjarni í Selvindi 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Dagur Árni Heimisson 2, Andri Finnsson 1, Daníel Montoro 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7/1, 22,6% – Jens Sigurðarson 3, 33,3%.

Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 6, Hákon Ingi Halldórsson 6, Hafþór Már Vignisson 5, Þórður Tandri Ágústsson 3, Halldór Kristinn Harðarson 2, Oddur Gretarsson 2/1, Þormar Sigurðsson 2, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 11, 29,7% – Patrekur Guðni Þorbergsson 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍR – Haukar 31:39 (14:18).

Haukar halda efsta sæti Olísdeildar karla eftir öruggan sigur á ÍR, 39:31, í viðureign liðanna í Skógarseli. ÍR-ingar eru þar með áfram í neðsta sæti deildarinnar. Þeir náðu aldrei að ógna Haukum að þessu sinni.

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 13/5, Bernard Kristján Owusu Darkoh 6, Róbert Snær Örvarsson 4, Matthías Ingi Magnússon 3, Jökull Blöndal Björnsson 2, Eyþór Ari Waage 1, Nathan Doku Helgi Asare 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 9, 23,7% – Alexander Ásgrímsson 4, 30,8%.

Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 6, Össur Haraldsson 6, Andri Fannar Elísson 5/4, Birkir Snær Steinsson 5, Freyr Aronsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Hergeir Grímsson 2, Arnór Róbertsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11/1, 32,4% – Magnús Gunnar Karlsson 2, 22,2%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

ÍBV – FH 23:29 (15:13).

FH-ingar gerðu góða ferð til Eyja og unnu heimamenn með sex marka mun, 29:23, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 15:13. Leikmenn ÍBV voru tveimur mörkum yfir, 20:18, þegar 11 mínútur voru liðnar af leiknum. Í kjölfarið kom frábær kafli hjá FH-ingum. Þeir skoruðu sex mörk í röð og komust yfir, 24:20, þegar átta mínútur voru til leiksloka. Þeir slógu ekkert af á endasprettinum og unnu öruggan sigur. FH hefur þar með unnið ÍBV í tvígang á leiktíðinni.

Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 10/3, Andri Erlingsson 4, Anton Frans Sigurðsson 3, Daníel Þór Ingason 2, Egill Oddgeir Stefánsson 1, Haukur Leó Magnússon 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 11/3, 29,7% – Morgan Goði Garner 0.

Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 6/4, Birgir Már Birgisson 5, Ómar Darri Sigurgeirsson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Garðar Ingi Sindrason 3, Birkir Benediktsson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Einar Örn Sindrason 1, Brynjar Narfi Arndal 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 6/1, 40% – Daníel Freyr Andrésson 5, 26,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -