Vegna frétta í stærri fjölmiðlum landsins um jólagjafir til starfsmanna fyrirtækja vill Snasabrún ehf, útgefandi handbolti.is, koma eftirfarandi á framfæri:
„Hið öfluga starfsmannafélag handbolti.is gaf umsjónarmanni handbolti.is peysu úr verslun Guðsteins Eyjólfssonar. Verðmiði fylgdi ekki með. Peysan smellpassar. Einnig fékk umsjónarmaður hóflegan konfektkassa, 230 gr., frá starfsmannafélaginu auk ilmkertis og perluarmbands sem keypt var til stuðnings Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Snasabrún ehf, útgefandi handbolti.is, gaf fyrir jólin ólaunuðum velunnara 30 þúsund kr gjafabréf hjá Dineout.
Einnig hefur Snasabrún ehf, handbolti.is, að vanda styrkt nokkur líknarfélög á árinu sem reiða sig á stuðning almennings.“