- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jólakaffi: Pytlick, Nygaard, Gottfridsson, Djordjic, Johannessen, Eriksson

Simon Pytlick í leik með danska landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Heimsmeistarar Danmerkur í handknattleik karla virðast ætla að mæta með allar sínar kanónur til leiks á Evrópumótið í Þýskalandi. Rétt fyrir jól staðfesti Simon Pytlick að hann hafi jafnað sig af meiðslum og geti gefið kost á sér í landsliðið. Pytlick hefur lítið leikið með Flensburg síðan í október vegna ökklameiðsla. Hann sló í gegn á HM í upphafi þessa árs og var m.a. valinn í úrvalslið mótsins
  • Olivia Nygaard sem var þriðji markvörður norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM fyrr í þessum mánuði hefur skrifað undir fjögurra ára samning við danska liðið Ikast sem vann Evrópudeildina í vor og hefur gert það gott í vetur í Meistaradeildinni. Nygaard leikur nú með Storhamar undir stjórn Axels Stefánssonar og mun ljúka tímabilinu en liðið er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Jim Gottfridsson þverneitar að hafa skrifað undir samning við Pick Szeged sem taki á gildi 2025 þegar núverandi samningur hans við Flensburg rennur út. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi síðustu daga um félagaskipti Gottfridsson og m.a. fullyrt í sænskum fjölmiðlum að fyrrgreindur samningur sé höfn. Gottfridsson segir fregnirnar vera úr lausu lofti gripnar. 
  • Serbneska stórskyttan Petar Djordjic kveður Benfica í Portúgal um áramótin og gengur til liðs við RK Vojvodina í heimalandi sínu. Djordjic hefur leikið með Benfica í hálft fjórða ár. RK Vojvodina vann Evrópubikarkeppnina í vor og ætlar sér stóra hluti í Evrópudeildinni þar sem liðið er komið í 16-liða úrslit. Djordjic verður í serbneska landsliðinu sem mætir Íslandi í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins 12. janúar í Ólympíuhöllinni í München
  • Sænski markvörðurinn Peter Johannessen gengur til liðs við danska meistaraliðið GOG í sumar eftir tveggja ára veru hjá Bergischer HC  í Þýskalandi. Johannessen er ætlað að koma í stað landa síns Tobias Thulin sem verður samherji Janusar Daða Smárasonar hjá Pick Szeged í Ungverjalandi. GOG hefur einnig klófest  Salah Boutaf markvörð Skanderborg AGF frá og með næstu leiktíð og ætti liðið þar með að verða vel sett af markvörðum. Johannessen lék með Lemgo áður en hann varð liðsmaður Bergischer og lék m.a. hér á landi haustið 2021 með Lemgo gegn Val í forkeppni Evrópudeildarinnar. 
  • Evelina Eriksson, annar markvörður sænska kvennalandsliðsins í handknattleik sem hafnaði í fjórða sæti á HM fyrr í þessum mánuði hefur framlengt samning sinn við rúmenska meistaraliðið fram til ársins 2022. Eriksson kom til félagsins sumarið 2022 eftir að hafa verið þriðji markvörður Evrópumeistara Vipers Kristiansand hvar hún vakti athygli leiktíðina 2020/2021. Eriksson lék lengi með Skuru í heimalandi sínu og var m.a. liðsfélaginu Evu Bjarkar Davíðsdóttur núverandi leikmanns Stjörnunnar
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -