- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jón Hermann skoraði fyrstu þrjú Evrópumörk Vals

Jón Hermann Karlsson skoraði fyrstu þrjú mörk Vals í Evrópuleik, gegn Gummersbach.
- Auglýsing -

Jón Hermann Karlsson varð fyrstur Valsmanna til að skora í Evrópuleik; gegn þýska liðinu Gummersbach 1973 í Laugardalshöllinni. Jón Hermann lét sig ekki nægja að skora fyrsta markið. Hann skoraði þrjú fyrstu mörk Vals, 3:2.

Jón bætti síðar við fjórða markinu, en hin mörk Vals í leiknum, sem Gummersbach vann 11:10, skoruðu bræðurnir Ólafur H., fimm og Jón Pétur Jónssynir, eitt. Ólafur skoraði fjögur síðustu mörk Vals í leiknum, en þess má geta að Þjóðverjarnir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.

Síðan að þeir félagar skoruðu gegn Gummersbach hafa Valsmenn skorað 3.053 mörk í Evrópuleikjum fyrir lið félagsins.
Flest mörk í leik hefur Króatinn Josip Juric Gric skorað; 14 gegn HC Sloga Bozeha frá Serbíu 30:27 í Áskorendakeppninni 2016-2017.

Þetta og fleira sem tengist karlaliði Vals í handknattleik að fornu og nýju er rifjað upp í tilefni þess að á morgun leikur Valur við Steaua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Sú síðari fer fram í N1-höll Valsara á Hlíðarenda á laugardaginn eftir viku.

Fleira í þessari upprifjun er að finna þegar smellt er á hlekkinn hér fyrir neðan:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -