- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jón Ómar fór á kostum í áttunda sigri Harðar

- Auglýsing -

Jóni Ómari Gíslasyni héldu engin bönd í kvöld þegar hann skoraði þriðjung marka toppliðs Harðar er það lagði Aftureldingu með 12 marka mun í áttundu umferð Grill66-deildar karla í handknattleik í kvöld, 36:24, í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Hörður var 11 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:10.


Hörður hefur þar með náð fjögurra stiga forskoti í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur 16 stig og ekki enn tapað stigi.

Í tilkynningu sem barst frá handknattleiksdeild Harðar eftir leikinn segir:
„Carlos Martin Santos þjálfari Harðar sagði eftir leikinn að það ætti að hrósa UMFA þar sem liðið hefði haldið áfram hröðum og góðum handbolta allan leikinn þrátt fyrir að hafa verið undir lengi og tekið vel á móti mótlætinu. Gaman að sjá hversu öflugir strákarnir eru í UMFA og þeir eiga eftir að vaxa í vetur.


Streymi frá leiknum má sjá hér. Jón Ómar Gíslason var sérstaklega öflugur í liði Harðar með 12 mörk. Þráinn Ágúst Arnaldsson spilaði afar góða vörn og með fjölda stolna bolta. Stórskyttan Guntis Pilpuks var hvíldur í kvöld eftir annasama lotu undanfarnar vikur en hann var nýverið valinn í næstu landsliðsverkefni Letta.”


Lettar leika í forkeppni heimsmeistaramótsins í janúar um það leyti sem Evrópumeistaramótið fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu.


Mörk Harðar: Jón Ómar Gíslason 12, Sigeru Hikawa 7, Keya Kasahara 4, Axel Sveinsson 3, Daníel Wale Adeley 3, Mikel Amilibia Aristi 2, Tadeo Ulises Salduna 2, Sudario Eidur Carneiro 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1, Ásgeir Óli Kristjánsson 1.

Mörk Aftureldingar U.: Ágúst Atli Björnsson 5, Grétar Jónsson 5, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Birgir Örn Birgisson 4, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Böðvar Scheving Guðmundsson 2, Alexander Orri Hannesson 1, Hilmar Ásgeirsson 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -