Jónatan Þór Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs IFK Skövde sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Sagt á frá þessum tíðindum á heimasíðu félagsins í morgun. Jónatan Þór leysir af Henrik Signell en hann hefur stýrt liði Skövde frá árinu 2020.
Samningur Jónatans Þór við IFK Skövde er til tveggja ára með möguleika á þriðja ári lítist báðum aðilum á blikuna.
Nokkuð er síðan að tilkynnt var að Jónatan Þór hætti þjálfun KA við lok yfirstandandi leiktíðar eftir fjögur ár í brúnni. Halldór Stefán Haraldsson tekur við KA-liðinu.
Skövde, sem er á vestur hluta Gautlands, hefur undanfarin tvö ár leikið til úrslita um sænska meistaratitilinn en hafnað í öðru sæti bæði árin. Talsverðar breytingar voru á leikmannahópi liðsins eftir síðasta keppnistímabil eins og kom fram í viðtali handbolta.is við Bjarna Ófeig Valdimarsson leikmanna Skövde á dögunum.
Seglin voru dregin saman fyrir yfirstandandi leiktíð og m.a. hætt við þátttöku í Evrópukeppni félagsliða.
Nú um stundir situr Skövde-liðið í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar en eftir sigur á IK Sävehof á heimavelli í gærkvöld, 32:28. Ein umferð er eftir af deildarkeppninni áður en úrslitakeppnin tekur við.
Jónatan Þór lék og síðar þjálfaði hjá Kristiansund í Noregi frá 2010 til 2016. Einnig lék Jónatan Þór í eitt ár með franska liðinu Saint Raphaël.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikur með Skövde en flytur yfir til Þýskalands í sumar.
Det är nu klart att Jónatan Magnússon blir ny tränare i IFK Skövde HK efter Henrik Signells tre år i klubben.
— IFK Skövde Handboll (@IFKSkovdeHK) March 24, 2023
– Jag är glad över att vara enig om samarbete med Skövde.https://t.co/wz8HcQXZrF pic.twitter.com/UDSdE3dGiV