- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jónsteinn tryggði KA stig í Höllinni

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Jónsteinn Helgi Þórsson skoraði tvö síðustu mörkin í Höllinni á Akureyri í kvöld og tryggði ungmennaliði KA þar með annað stigið í viðureign við Þór í síðasta leik 5. umferðar Grill 66-deildar karla í handknattleik, 32:32.


Í annars jöfnum leik var KA með eins marks forskot að loknum fyrri hálfleik. Liðin skiptust á um að vera með yfirhöndina í síðari hálfleik þangað til Þórsarar voru tveimur mörkum yfir skömmu fyrir leikslok.


Ungmennalið KA hefur þar með sex stig eftir fimm leiki og situr í þriðja sæti deildarinnar. Þór er með fimm stig eins og Víkingur og ungmennalið Selfoss. HK og Valur U eru efst með níu stig hvort.


Tveir leikmenn Þórs fengu rautt spjald í leiknum. Arnór Þorri Þorsteinsson fékk beint rautt spjald á 29. mínútu og Aron Hólm Kristjánsson um miðjan síðari hálfleik vegna þriðju brottvísunar. Munaði mjög um þessa menn í liði Þórs. Sá fyrrnefndi hafði skorað sex mörk þegar honum var meinuð frekari þátttaka í leiknum.


Mörk Þórs: Kostadin Petrov 8, Josip Vekic 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Jón Ólafur Þorsteinsson 5, Jonn Rói Tórfinnsson 3, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 2, Andri Snær Jóhannsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 20.
Mörk KA U.: Kristján Gunnþórsson 9, Jónsteinn Helgi Þórsson 8, Haraldur Bolli Heimisson 7, Arnór Ísak Haddsson 3, Ísak Óli Eggertsson 3, Logi Gautason 1, Jens Bragi Bergþórsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 11.

Staðan í Grill 66-deild karla:

HK5410167 – 1359
Valur U5410148 – 1319
KA U5221159 – 1566
Víkingur5212154 – 1485
Þór5212143 – 1445
Selfoss U5212176 – 1775
Fram U5203149 – 1564
Fjölnir4112122 – 1303
Haukar U4103108 – 1122
Kórdrengir5005123 – 1600
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -