Barist um boltann í leik KA og Aftureldingar í KA-heimilinu í gærkvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
Afturelding vann KA, 25:24, í Olísdeild karla í handknattlik í KA-heimilinu í gærkvöld og komst þar með á ný í efsta sæti deildarinnar. Afturelding hefur níu stig að loknum fimm leikjum og er eina taplausa lið deildarinnar.
KA-menn voru lengi vel með yfirhöndina í leiknum í KA-heimilinu í gærkvöld. Afturelding sneri leiknum sér í hag þegar kom fram yfir miðjan síðari hálfleik með sex mörkum í röð á fimm mínútna kafla. Staðan breyttist þá úr 19:15 KA í vil í 21:19 fyrir Aftureldingu. Það sem eftir var leiksins voru Mosfellingar með forskotið þrátt fyrir ákafar tilraunir KA-manna til að jafna metin, hið minnsta. Staðan í deildinni.
Ljósmyndarinn Egill Bjarni Friðjónsson var með myndavélina á lofti í KA-heimilinu í gærkvöld og sendi handbolta.is myndir. Hluti þeirra er hér fyrir neðan. Handbolti.is þakkar Agli Bjarna kærlega fyrir sendinguna.