- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA er bikarmeistari í 4. flokki karla, eldra ár – myndir

Coca Cola-bikarmeistarar KA í 4. flokki, eldra ár. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

KA vann Aftureldingu í úrslitaleik 4. flokks karla, eldra ár, 24:22, eftir mikinn darraðardans á síðustu mínútum. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna metin á síðustu mínútu, 23:23, en Óskar Þórarinsson, markvörður KA, varði skot eftir hraðaupphlaup og sá til þess að ekki kæmi a.m.k. til framlengingar.


Afturelding virtist með tapaðan leik í hálfleik. KA var átta mörkum yfir, 13:5, og Afturelding hafði ekki skorað mark í a.m.k. tíu mínútur. Mosfellingar sneru vörn í sókn í síðari hálfleik. Þeir fóru í framliggjandi vörn, léku nánast maður á mann. Þannig tókst að slá vopnin úr höndum KA-manna. Síðustu mínúturnar voru æsilega spennandi. Dagur Árni Heimisson skoraði 24. mark KA rétt fyrir leikslok eftir að Aftureldingarmönnum hafði rétt mistekist að jafna metin.

Dagur Árni Heimisson, KA. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Dagur Árni Heimisson, KA, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins.


Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 7, Jens Bragi Bergþórsson 6, Magnús Dagur Jónatansson 3, Hugi Elmarsson 3, Heiðmar Örn Björgvinsson 3, Aron Daði Stefánsson 2.

Mörk Aftureldingar: Stefán Magni Hjartarson 5, Aron Valur Gunnlaugsson 5, Vilhjálmur Karl Sigmarsson 4, Brynjar Búi Davíðsson 4, Daníel Bæring Grétarsson 2, Jökull Helgi Einarsson 1, Haukur Guðmundsson 1.

Sigurdans KA-pilta. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Leikmenn bikarmeistaraliðs KA eru:
Óskar Þórarinsson, Úlfur Örn Guðbjargarson, Heiðmar Örn Björgvinsson, Benjamín Þorri Bergsson, Leó Friðriksson, Hugi Elmarsson, Arnar Elí Guðlaugsson, Dagur Árni Heimisson, Kári Brynjólfsson, Aron Daði Stefánsson, Guðmundur Hlífar Jóhannesson, Magnús Dagur Jónatansson, Jens Bragi Bergþórsson, Þormar Sigurðsson.

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -