- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA hafði sætaskipti við Gróttu – ÍR úr fallsæti

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í KA unnu annan leik sinn í röð í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


KA færðist upp í áttunda sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld eftir öruggan sigur á Gróttu, 29:23, í uppgjöri liðanna í áttunda og níunda sæti í KA-heimilinu. Þar með höfðu liðin sætaskipti. Hvort lið hefur níu stig eftir 12 leiki en KA stendur betur að vígi í innbyrðis viðureignum.

Svipaða sögu er að segja af viðureign ÍR og Fjölnis í Skógarseli. ÍR-ingar unnu sinn annan sigur á heimavelli á leiktíðinni, 41:33, færðust þar með upp í 11. sæti Olísdeildar. Fjölnismenn verða að bíta í það súra epli að vera neðstir með sex stig, stigi á eftir ÍR.


KA var marki yfir í hálfleik í baráttuleik í KA-heimilinu, 12:11. Á síðustu tíu mínútunum skildu leiðir og heimamenn sýndu styrk sinn. Loksins small varnarleikur KA vel saman en hann hefur reynst liðinu erfiður lengst um leiktíðar.

Svipað var upp á teningnum í Skógarseli. ÍR sýndu tennurnar þegar á leið leikinn eftir jafna stöðu í hálfleik, 17:17. Baldur Fritz Bjarnason og Hrannar Ingi Jóhansson fóru hamförum með ÍR-liðinu og skoruðu samtal 25 mörk.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


KA – Grótta 29:23 (12:11).
Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 10/3, Einar Birgir Stefánsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Daði Jónsson 3, Einar Rafn Eiðsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Ott Varik 2.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 12, 35,3%.
Mörk Gróttu: Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4, Jón Ómar Gíslason 4, Sæþór Atlason 3, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Gunnar Hrafn Pálsson 2, Bessi Teitsson 1, Hannes Grimm 1, Kári Kvaran 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 4/1, 15,4% – Hannes Pétur Hauksson 2, 22,2%.

Tölfræði HBStatz.

ÍR – Fjölnir 41:33 (17:17).
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 13, Hrannar Ingi Jóhannsson 12, Bernard Kristján Darkoh 5, Bjarki Steinn Þórisson 3, Jökull Blöndal Björnsson 2, Eyþór Ari Waage 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Róbert Snær Örvarsson 1, Andri Freyr Ármannsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 7, 28% – Arnór Freyr Stefánsson 2, 13,3% – Alexander Ásgrímsson 0.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 9/5, Viktor Berg Grétarsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 3, Brynjar Óli Kristjánsson 3, Victor Máni Matthíasson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Gísli Rúnar Jóhannsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1, Óli Fannar Pedersen 1, Aron Breki Oddnýjarson 1,
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7, 25,9% – Sigurður Ingiberg Ólafsson 4, 21,1%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -