- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór féll eftir hetjulega baráttu – Fram fylgir Val í aðra umferð

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar og leikmenn hans taka móti FH í umspili Olísdeildar kvenna í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA/Þór er fallið úr Olísdeild kvenna eftir sex ára veru í deildinni. Hetjuleg barátta liðsins í lokaleiknum í kvöld gegn Fram nægði ekki til þess að krækja í a.m.k. eitt stig og halda þar með sæti í deildinni á kostnað Aftureldingar. Fram vann 26:23, eftir að KA/Þór tókst að minnka muninn tvö mörk undir lokin.

Afturelding í umspil

Selfoss tekur sæti KA/Þórs sem varð einu stigi á eftir Aftureldingu sem tapaði fyrir deildarmeisturum Vals að Varmá í kvöld, 33:20. Afturelding telur þátt í umspil Olísdeildar og mætir FH úr Grill 66-deildinni í fyrstu umferð fimmtudaginn 11. apríl.

Lokastaðan í Olísdeild kvenna.

Sigurinn á KA/Þór auk jafnteflis Hauka og ÍR, 21:21, gerði að verkum að Fram hreppir annað sæti Olísdeildar og situr yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ásamt deildarmeisturum Vals.
Stjarnan og ÍBV skildu jöfn í Mýrinni, 23:23. Stjarnan var örugg um sjötta sæti og ÍBV með það fjórða fyrir lokaumferðina.

Fyrstu leikir 12. apríl

Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar mætast annarsvegar Haukar og Stjarnan og hinsvegar ÍBV og ÍR. Fyrsta umferð verður föstudaginn 12. apríl. Vinna þar tvo leiki.

Fram var átta mörkum yfir eftir fyrri hálfleik gegn KA/Þór í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal, 16:8. Fátt benti til þess spenna hlypi í leikinn í síðari hálfleik. Annað kom á daginn. Leikmenn KA/Þórs lögðu allt í sölurnar og börðust af krafti, jafnt í vörn og sókn. Um miðjan hálfleikinn var forskot Fram komið niður í tvö mörk, 20:18. Nær komst KA/Þórsliðið ekki en sem nam tveimur mörkum. síðar, 23:21, þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Úrslit lokaumferðar

Fram – KA/Þór 26:23 (16:8).
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 6, Ethel Gyða Bjarnasen 1.
Mörk KA/Þórs: Isabella Fraga 13, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Agnes Vala Tryggvadóttir 1, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1, Nathalia Soares Baliana 1.
Varin skot: Matea Lonac 16.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Afturelding – Valur 20:33 (12:18).
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 6, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Susan Ines Gamboa 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 1, Íris Kristín Smith 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Ísabella Sól Huginsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 12.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 9, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 3.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Haukar – ÍR 21:21 (13:11).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Birta Lind Jóhannsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sara Odden 3, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 12, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 2 Katrín Tinna Jensdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1,.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 13.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Stjarnan – ÍBV 23:23 (15:11).
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Anna Karen Hansdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2.
Varin skot: Varin skot: Darija Zecevic 5/1, 29,4% – Elísabet Millý Elíasardóttir 2, 15,4%.
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 8, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 5, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Amelía Einarsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Þóra Björg Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Réka Edda Bognár 8/1, 25,8%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Lokastaðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -