- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

KA/Þór flaug áfram í bikarkeppninni

- Auglýsing -

Leikmenn KA/Þórs fylgdu í kjölfar Gróttu í átta liða úrslit Poweradebikars kvenna í handknattleik í kvöld með afar öruggum sigri á Selfossi, 32:26, í KA-heimilinu. KA/Þór var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11.


Aldrei lék vafi í KA-heimilinu í kvöld hvort liðið bæri sigur úr býtum. Heimaliðið tók frumkvæðið snemma í viðureigninni. Leikmenn Selfoss áttu á brattann að sækja gegn KA/Þórsliðinu sem leikur af miklu sjálfstrausti um þessa mundir. Miklu munaði einnig á markvörslunni hjá liðunum. Matea Lonac markvörður KA/Þórs varði allt hvað af tók meðan markverðir Selfoss náðu sér engan veginn á strik.

Um miðjan síðari hálfleik var munurinn kominn í tíu mörk, 26:16 og aftur 29:19, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.


Mörk KA/Þórs: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 7, Anna Þyrí Halldórsdóttir 5, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 4, Susanne Denise Pettersen 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3/2, Kristín A Jóhannsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Anna Petrovics 1, Trude Blestrud Hakonsen 1.
Varin skot: Matea Lonac 14, 43,8% – Bernadett Leiner 1, 11,1%.
Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 7/4, Hulda Hrönn Bragadóttir 6, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 5, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 2, 11,1% – Sara Xiao Reykdal 1, 5,9%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -