KA/Þór er áfram eitt efst í Grill 66-deild kvenna í handknattleik þegar einni viðureign er ólokið í 7. umferð. KA/Þór vann Víking, 19:15, í Safamýri í dag í hörkuleik þar sem ekki var mikið skorað en þeim mun betur varist. Unnur Ómarsdóttir skoraði nærri helming marka KA/Þórs eða níu.
Víkingur situr í sjöunda sæti með fimm stig eftir sjö leiki, átta stigum á eftir KA/Þór sem hefur aðeins tapað einu stigi til þessa, fyrir Aftureldingu að Varmá, 25:25, í annarri umferð.
HK heldur sig nærri toppnum. Liðið fór aftur upp í annað sæti með 15 marka sigri á FH-ingum í Kaplakrika, 36:21. Leandra Náttsól Salvamoser skoraði níu mörk fyrir HK sem hefur 11 stig eins og Afturelding að sjö leikjum loknum. FH-liðið sá aldrei til sólar, ef svo má segja.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Víkingur – KA/Þór 15:19 (7:8).
Mörk Víkings: Ivana Jorna Meincke 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Sunna Katrín Hreinsdóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 11.
Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 9, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Susanne Denise Pettersen 1.
Varin skot: Matea Lonac 10, Sif Hallgrímsdóttir 1.
FH – HK 21:36 (9:18).
Mörk FH: Aníta Björk Valgeirsdóttir 4, Thelma Dögg Einarsdóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 3, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Telma Medos 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Fanney Þóra Þórsdóttir 2, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1, Ena Car 1.
Varin skot: Bryndís Rós Birgisdóttir 4, Telma Ósk Þórhallsdóttir 2.
Mörk HK: Leandra Náttsól Salvamoser 9, Amelía Laufey G. Miljevic 5, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 4, Aníta Eik Jónsdóttir 4, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 2, Tanja Glóey Þrastardóttir 1, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Inga Fanney Hauksdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 11, Tanja Glóey Þrastardóttir 4.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.