KA/Þór og ÍBV unnu fyrstu leiki sína á KG Sendibílamótinu í handknattleik kvenna sem hófst á Akureyri í gær. Nýliðar Olísdeildarinnar, KA/Þór, lögðu Gróttu sem féllu úr deildinni í vor, með átta marka mun, 32:24. ÍBV lagði Stjörnuna, 25:21.
Mótið heldur áfram í kvöld þegar KA/Þór og ÍBV eigast við klukkan 17 í KA-heimilinu. Fljótlega eftir að leiknum lýkur mætast Grótta og Stjarnan. Áformað er að flautað verði til leiks klukkan 18.45. Aðgangur er ókeypis á leikina.
Úrslit leikjanna í gærkvöld og markaskorarar:
KA/Þór – Grótta 32:24.
Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladótttir 7, Rakel Sara Elvarsdóttir 5 , Susanne Denise Pettersen 5 , Elsa Björg Guðmundsdóttir 4, Anna Petrovic 3, Unnur Ómarsdóttir 2 , Sólveig Lára Kristjánsdóttir 2, Trude Blestrud Håkonsen 3, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Katrín Scheving Thorsteinsson 4, Katrín Arna Andradóttir 4, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Edda Steingrímsdóttir 3, Elísabet Ása Einarsdóttir 2 , Lilja Hrund Stefánsdóttir 1.
Stjarnan – ÍBV 21:25.
Mörk Stjörnunnar: Natasja Hammer 7, Brynja Katrín Benediktsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 7 Birna Berg Haraldsdóttir 5, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 4, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Ásdís Halla Hjarðar 2, Birna Dögg Egilsdóttir 1, Ásta Björg Júlíusdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 1, Britney Cots 1.