KA/Þór treysti stöðu sína í þriðja sæti Olísdeildar kvenna með átta marka sigri á Haukum, 34:26, í 17. umferð deildarinnar í KA-heimilinu í dag. Íslandsmeistararnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Þar með munar fjórum stigum á KA/Þór í þriðja sæti og Haukum í því fjórða auk þess sem KA/Þór á leik til góða.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir fór á kostum í leiknum. Hún skorað 12 mörk, þar af 11 eftir uppstilltan leik auk þess sem hún átti nokkrar stoðsendingar að vanda.
Haukar byrjuðu leikinn betur og voru m.a. yfir, 6:4, áður en KA/Þór svaraði með fjórum mörkum í röð. Eftir það komust Haukar ekki yfir en tókst að jafna, m.a. 9:9.
Það var Haukum áfall að missa Bertu Rut Harðardóttur af leikvelli eftir 20 mínútur með rautt spjald fyrir leikbrot í vörn.
KA/Þórsliðið herti tökin á leiknum þegar kom fram í síðari hálfleik. Liðið sleit sig frá Haukum á fyrstu 10 mínútunum og síðustu 20 mínúturnar lék aldrei mikill vafi á hvort liðið færi með sigur úr býtum.
Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdótti 12/1, Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Anna Mary Jónsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1, Martha Hermannsdóttir 1/1.
Varin skot: Matea Lonac 13.
Mörk Hauka: Ásta Björt Júlíusdóttir 6/6, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Berglind Benediktsdóttir 2, Sara Odden 2, Natasja Anjodottir Hammer 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Birta Linda Jóhannsdóttir 1, Karen Helga Díönudóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 9.
Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.
Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.