KA/Þór hafði betur í uppgjöri liðanna í fimmta og sjötta sæti Olísdeildar kvenna í KA-heimilinu í kvöld, 32:28, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16.
KA/Þór hefur þar með 12 stig fimmta sæti eftir 15 leiki. Haukar eru tveimur stigum á eftir en hafa lokið einum leik fleira.
Eftir jafnar mínútur framan af leik náði KA/Þór að skora fjögur mörk í röð og náði fimm marka forskoti, 11:6, og síðar 12:7. Segja má að Haukar hafi aldrei bitið úr nálinni eftir þennan kafla. Liðinu tókst að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum en á köflum tókst KA/Þór að auka forskot sitt. Sigri heimaliðsins var ekki ógnað.
Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 9, Ida Margrethe Hoberg 7, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5/1, Kristín A. Jóhannsdóttir 4, Júlía Björnsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2.
Varin skot: Matea Lonac 8, 25% – Sif Hallgrímsdóttir 1, 20%.
Mörk Hauka: Ragnheiður Ragnarsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 6/1, Ena Car 5, Sara Odden 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Natasja Hammer 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 12, 27,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.