- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kærkomið stig hjá Elvar og Ágústi Elí í Thyhallen

Elvar Ásgeirsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Ribe-Esbjerg. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg krækti í annað stigið í heimsókn sinni til Mors-Thy í áttundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag, 29:29. Stigið er kærkomið hjá Ribe-Esbjerg-liðinu sem hefur ekki farið vel af stað í deildinnni og var aðeins með tvö stig í pokahorninu í næst neðsta sæti fyrir viðureignina í Thyhallen.

Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg og átti fjórar stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson var ekki langa stund í marki Ribe-Esbjerg í leiknum og varði ekki skot á þeim tíma.

Ribe-Esbjerg var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:11. Fljótlega í síðari hálfleik jöfnuðu leikmenn Mors-Thy metin. Lokakaflinn var æsispennandi.

TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar, tapaði á heimavelli fyrir meisturum Aalborg Håndbold sem Arnór var hjá sem leikmaður og aðstoðarþjálfari um langt árabil. Lokatölur í Holstebro, 36:33. TTH Holstebro var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:14, en réði ekki við sterkt lið Álaborgar í síðari hálfleik.

Holstebro er í sjötta sæti með níu stig eftir átta leiki. Aalborg situr í öðru sæti með 12 stig. Liðið er fjórum stigum á eftir GOG sem hefur fullt hús stiga að loknum átta leikjum. GOG vann SønderjyskE, 30:29, á heimavelli í dag.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -