Andrea Jacobsen og samherjar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg-Voel unnu kærkominn sigur á grannliðinu Bjerringbro, 36:30, í heimsókn til Bjerringbro í gær. Andrea skoraði eitt mark í leiknum og átti eina stoðsendingu í fjórða sigurleik Silkeborg-Voel í deildinni í 11 umferðum.
Sigurinn var Silkeborg-Voel liðinu afar kærkominn. Ekki aðeins sökum þess að um grannlið var að ræða heldur einnig vegna þess að liðið hefur tapað hverjum leiknum á fætur öðrum upp á síðkastið. Silkeborg situr í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar með átta stig. Ringköbing og Skanderborg eru einu stigi ofar. Einnig færði sigurinn Silkeborg-Voel þremur stigum frá Horsens og Bjerringbro sem er í 12. og 13. sæti. Ajax-liðið virðist heillum horfið í neðsta sæti án stiga.
Andrea og félagar í Silkeborg-Voel eiga einn leik eftir fyrir HM-hlé, gegn meisturum Esbjerg eftir viku.
Hér er hægt að skoða nánast stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki auk stöðunnar í fleiri deildum Evrópu.