Með frábærum leik í síðari hálfleik tókst Íslandsmeisturum Vals að vinna KA/Þór með sjö marka mun í viðureign liðanna í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 30:23. Það blés ekki byrlega hjá Valsliðinu þegar fyrri hálfleikur var að baki. Leikmenn KA/Þór höfðu leikið við hvern sinn fingur og voru með fjögurra marka forystu þegar gengið var til búningsherbergja eftir 30 mínútna leik, 13:9.
Valur komst þar með á ný í efsta sæti Olísdeildar. Liðið hefur 18 stig eins og ÍBV sem vann stórsigur á ÍR í gær, 36:24.
KA/Þór situr í sjötta sæti með níu stig.
Annar sigur Hauka
Haukar fóru tveimur stigum upp fyrir KA/Þór er liðið lagði Selfoss í Sethöllinni á Selfossi, 32:25. Þetta var annar sigur Hauka í röð að sama skapi og annað tap Selfoss á nokkrum dögum eftir að keppni hófst aftur í Olísdeildinni.
Haukar voru skrefi á undan allan leikinn á Selfossi og höfðu m.a. þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:13.
Selfoss er áfram næst neðst með fjögur stig.
Einn leikur er eftir í 11. umferð Olísdeildar kvenna. Stjarnan og Fram mætast í Hekluhöllinni á Selfossi á laugardaginn klukkan 12.
Tólfta umferð Olísdeildar stendur yfir 10. og 11. janúar.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
KA/Þór – Valur 23:30 (13:9).
Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 9/8, Susanne Denise Pettersen 7, Unnur Ómarsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Trude Blestrud Hakonsen 1, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 9, 34,6% – Bernadett Leiner 1, 11,1%.
Mörk Vals: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 9, Mariam Eradze 4, Lovísa Thompson 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3/3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Arna Karitas Eiríksdótti 1, Elísa Elíasdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 8, 29,6% – Elísabet Millý Elíasardóttir 1.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Selfoss – Haukar 25:32 (13:16).
Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 10/5, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 15, 31,9%.
Mörk Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8/4, Embla Steindórsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 5, Alexandra Líf Arnarsdóttir 4, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Sara Marie Odden 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Þóra Hrafnkelsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 15/2, 38,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.




