Valur komst á ný upp að hlið Hauka í efsta sæti Olísdeildar karla eftir fimm marka sigur á FH, 34:29, í stórskemmtilegum leik í Kaplakrika í kvöld. Valsmenn voru undir nær allan leikinn. Sjö mínútum fyrir leikslok kom FH-ingurinn fyrrverandi Valsliðinu yfir í fyrsta sinn síðan snemma leiks, 30:29. Eftir það var um einstefnu að ræða hjá FH-ingum sem virtist þverra kraftur þegar á leikinn leið.
Valur er með 20 stig eins og Haukar. FH-ingar eru fimm stigum á eftir ásamt ÍBV í fimmta til sjötta sæti.
Mikill baráttuhugur var í Valsliðinu allan síðari hálfleik, ekki síst síðasta stundarfjórðunginn þegar þeir voru að snúa leiknum sér í hag. Jens Sigurðarson markvörður Vals lék einnig stórt hlutverk á síðustu níu mínútum leiksins. Hann kom tvisvar í markið í vítaköstum og varði bæði. Átti innkoma Jens sinn hlut í að snúa leiknum Val í vil.
FH var með frumkvæðið nær allan fyrri hálfleik, lengst af 2 til 3 mörk. Þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var FH marki yfir, 18:17.
Framan af síðari hálfleik virtist FH vera með tögl og hagldir. Valsmenn börðust áfram og uppskáru í samræmi við það.
Mörk FH: Birkir Benediktsson 6, Kristófer Máni Jónasson 5, Símon Michael Guðjónsson 5/1, Garðar Ingi Sindrason 4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Brynjar Narfi Arndal 2, Ómar Darri Sigurgeirsson 2, Einar Örn Sindrason 1, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 7/1, 25,9% – Daníel Freyr Andrésson 3/1, 18,8%.
Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 10/4, Andri Finnsson 7, Magnús Óli Magnússon 5, Daníel Montoro 5, Allan Norðberg 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Dagur Árni Heimisson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Bjarni í Selvindi 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11/1, 27,5% – Jens Sigurðarson 2/2, 100%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.



