- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kannski vakna ég upp við að það sé leiðinlegt að hanga heima

Einar Sverrisson, Selfossi í leik á síðustu leiktíð í Olísdeildinni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég hef hugsað mér að taka mér frí frá boltanum. Hvort sem það verður síðan til frambúðar eða í einhverja mánuði er það ekki gott að segja,“ segir Einar Sverrisson handknattleiksmaður á Selfossi þegar handbolti.is spurði hvort hann ætlaði sér að leika með Selfossi á næstu leiktíð í Grill 66-deildinni.

Líður afskaplega vel heima

„Ég er að minnsta kosti samningslaus og frjáls ferða minna. Mér líður hinsvegar afskaplega vel eins og staðan er núna heima með börnum og konu. Maður veit aldrei hvað gerist í september eða þegar kemur fram í október. Kannski vakna ég upp við að það sé leiðinlegt að hanga heima,“ segir Einar og bætir við að hann hafi fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þar af leiðandi geti ýmisleg fleira en hrein löngun komið í veg fyrir að hann ljúki þeirri pásu frá handbolta sem hann segist vera í.

Brjóskskemmdir í hné

„Það er brjóskskemmdir í öðru hnénu sem tókst að halda aftur af á síðasta tímabili. Svo það er eitt og annað sem getur spilað inn í hjá manni,“ segir Einar sem er leikja- og markahæsti leikmaður karlaliðs Selfoss frá upphafi með 1.204 mörk í 272 leikjum.

Einar hefur leikið allan sinn feril með liði UMF. Selfoss að árunum 2014 til 2016 þegar hann var í herbúðum ÍBV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -