Kapphlaup Selfoss og Þórs um efsta sæti Grill 66-deildar karla heldur áfram. Á eftir þeim lúra Víkingar í þriðja sæti og eru tilbúnir að sæta færis ef Þórsurum og Selfyssingum verður á í messunni. Víkingar unnu stórsigur á unglingaliði Fram2 í Safamýri á föstudaginn, 37:22, og mæta til alls líklegir í Sethöllina á föstudaginn til viðureignar við efsta lið deildarinnar, Selfoss.
HK veitti mótspyrnu
Leikmenn Selfoss lentu í kröppum dansi í Kórnum í gær þegar þeir mættu til leiks gegn HK2 til að tryggja sér tvö stig. HK-ingar, sem aðeins hafa unnið tvo leiki í deildinni í vetur, voru ekki tilbúnir að gefa sinn hlut eftir áreynslulaust. Þeir voru fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12. Þrátt fyrir að sækja verulega í sig veðrið í síðari hálfleik þá voru leikmenn Selfoss í mestu vandræðum með að snúa við taflinu og komast yfir. Loks tókst Alvaro Mallols Fernandez að koma Selfossi yfir, 23:22, þegar átta mínútur voru til leiksloka. Þar með féll HK-ingum allur ketill í eld og leið Selfossliðsins að sigrinum varð örugg. Lokatölur, 30:24 fyrir Selfoss.
Basl hjá Þórsurum
Þórsarar, sem töpuðu fyrir Selfossi fyrir viku, mega vart við fleiri tapleikjum ef þeir ætla að vinna efsta sætið þegar upp verður staðið í mótslok Grill 66-deildarinnar. Leikmenn Þórs áttu einnig í mestu basli með andstæðinga sína í gær, Hauka2, í íþróttahöllinni á Akureyri. Oddur Gretarsson skoraði sigurmark Þórs, 27:26, þegar um mínúta var til leiksloka. Rétt áður hafði Egill Jónsson jafnað metin, 26:26.
Haukar voru mark yfir eftir fyrri hálfleik, 13:12. Þórsarar náðu yfirhöndinni fljótlega í síðari hálfleik en Haukar bitu frá sér og komust í tvígang marki yfir um miðjan síðari hálfleik.
Hörður frá Ísafirði vann öruggan sigur á Handknattleiksbandalagi Heimaeyjar, 36:24, í Vestmannaeyjum.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
HK2 – Selfoss 24:30 (17:12).
Mörk HK2: Elmar Franz Ólafsson 7, Styrmir Hugi Sigurðarson 6, Haukur Ingi Hauksson 5, Ágúst Guðmundsson 2, Hallgrímur Orri Pétursson 2, Ingibert Snær Erlingsson 1, Örn Alexandersson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 10.
Mörk Selfoss: Guðjón Baldur Ómarsson 7, Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Árni Ísleifsson 4, Alvaro Mallols Fernandez 3, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Jason Dagur Þórisson 2, Sölvi Svavarsson 2, Anton Breki Hjaltason 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Hákon Garri Gestsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 10.
Þór – Haukar2 27:26 (12:13).
Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 7, Hafþór Már Vignisson 5, Aron Hólm Kristjánsson 4, Halldór Kristinn Harðarson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Bjartur Már Guðmundsson 1, Ólafur Malmquist 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 15.
Mörk Hauka2: Jón Karl Einarsson 9, Egill Jónsson 6, Kristinn Pétursson 4, Arnór Róbertsson 3, Ísak Óli Eggertsson 2, Daníel Máni Sigurgeirsson 1, Gústaf Logi Gunnarsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 10, Birnir Hergilsson 1.
HBH – Hörður 24:36 (11:19).
Mörk HBH: Ívar Bessi Viðarsson 7, Birkir Björnsson 5, Kristján Ingi Kjartansson 5, Kristófer Ísak Bárðarson 5, Adam Smári Sigfússon 1, Jón Ingi Elísson 1.
Varin skot: Sigurmundur Gísli Unnarsson 4, Gabríel Ari Davíðsson 1.
Mörk Harðar: Jose Esteves Neto 10, Kenta Isoda 4, Lubomir Ivanytsia 4, Endijs Kusners 3, Guilherme Carmignoli Andrade 3, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Kenya Kasahara 2,Ólafur Brim Stefánsson 2, Shuto Takenaka 2, Felipe Condeixa 1, Jhonatan C. Santos 1, Oliver Rabek 1.
Varin skot: Jonas Maier 10, Stefán Freyr Jónsson 1.
Víkingur – Fram2 37:22 (16:9).
Mörk Víkings: Sigurður Páll Matthíasson 9, Ásgeir Snær Vignisson 8, Kristján Helgi Tómasson 6, Kristófer Snær Þorgeirsson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1, Igor Mrsulja 1, Óliver Bjarkason 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 17, Stefán Huldar Stefánsson 4.
Mörk Fram2: Max Emil Stenlund 6, Sigurður Bjarki Jónsson 4, Theodór Sigurðsson 3, Adam Örn Guðjónsson 2, Agnar Daði Einarsson 2, Alex Unnar Hallgrímsson 2, Alexander Bridde Elíasson 1, Arnþór Sævarsson 1, Garpur Druzin Gylfason 1.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 9.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.