Kapphlaup Víkings og Gróttu um efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik heldur áfram af miklum móð. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld og hafa þar með tekið afgerandi stöðu í tveimur efstu sætum deildarinnar, fjórum og fimm stigum á undan þeim liðum sem eru næst á eftir. Víkingur vann HK 2, 34:26, í Safamýri. Grótta lagði HBH frá Vestmannaeyjum, með sjö marka mun, 34:27, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi.
Næstu leikir Víkings og Gróttu fara fram á laugardaginn. Víkingar sækja Selfoss 2 heim og Grótta fær Hvítu riddarana úr Mosfellsbæ í heimsókn.
Víkingur – HK 2 34:26 (19:14)
Mörk Víkings: Ísak Óli Eggertsson 8, Sigurður Páll Matthíasson 6, Kristján Helgi Tómasson 5, Ásgeir Snær Vignisson 4, Kristófer Snær Þorgeirsson 4, Rytis Kazakevicius 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1.
Varin skot: Hilmar Már Ingason 19, Stefán Huldar Stefánsson 3.
Mörk HK 2: Örn Alexandersson 14, Kristófer Stefánsson 3, Styrmir Hugi Sigurðarson 3, Ingibert Snær Erlingsson 2, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 2, Ásgeir Helgi Róbertsson 1, Pálmar Henry Brynjarsson 1.
Varin skot: Egill Breki Pálsson 10.
Tölfræði HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Grótta – HBH 34:27 (14:15)
Mörk Gróttu: Gunnar Hrafn Pálsson 6, Sigurður Finnbogi Sæmundsson 6, Tómas Bragi Lorriaux Starrason 5, Ari Pétur Eiríksson 3, Kári Kvaran 3, Sæþór Atlason 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Antoine Óskar Pantano 2, Hannes Grimm 2, Alex Kári Þórhallsson 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 9, Andri Snær Sigmarsson 1, Þórður Magnús Árnason 1.
Mörk HBH: Egill Oddgeir Stefánsson 7, Heimir Halldór Sigurjónsson 6, Hinrik Hugi Heiðarsson 5, Andri Magnússon 2, Haukur Leó Magnússon 2, Ólafur Már Haraldsson 2, Adam Smári Sigfússon 1, Bogi Guðjónsson 1, Jón Ingi Elísson 1.
Varin skot: Gabríel Ari Davíðsson 7, Sigurmundur Gísli Unnarsson 5.
Tölfræði HBStatz.
