- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn byrjar 17. apríl

Leikmenn KA/Þórs og Hauka taka þátt í 1. umferð úrslitakeppninnar. KA/Þórsarar mæta Stjörnunni en Haukar eiga við Íslandsmeistara Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fyrsta umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst mánudaginn 17. apríl. Eins og undanfarin ár þá sitja tvö efstu lið deildarkeppninnar yfir í fyrstu umferð. Að þessu sinni safna leikmenn ÍBV og Vals kröftum á meðan leikmenn Stjörnunnar, Fram, Hauka og KA/Þórs keppast um sæti í undanúrslitum.

Nærri þriggja vikna hlé á keppni er vegna tveggja leikja íslenska landsliðsins við Ungverja í umspili um HM-sæti sem fram fara 8. og 12. apríl. Sá fyrri hér á Ásvöllum en hinn síðari í Erd í Ungverjalandi. Sigurliðið tryggir sér þátttökurétt á HM undir árslok.


Keppni í Olísdeild kvenna lauk á laugardaginn. Haukar færðust upp í fimmta sæti úr því sjötta með úrslitum síðustu leikja. KA/Þór færðist niður í sjötta sætið.

Lokastaðan í Olísdeild kvenna.

Leikjadagskrá 1. umferðar úrslitakeppni Olísdeildar kvenna:
Mánudagur 17. apríl: Stjarnan - KA/Þór
Mánudagur 17. apríl: Fram - Haukar.
Önnur umferð verður leikin fimmtudaginn 20. apríl og oddaleikir sunnudaginn 23. apríl, gerist þeirra þörf.

Önnur umferð:
Laugardagur 29. apríl:
ÍBV – Fram eða Haukar.
Valur – Stjarnan eða KA/Þór.

  • Næstu leikir: 1., 3., 6., 9. maí.
  • Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmeistartitilinn.

Fyrsti leikur 12. maí

Að óbreyttu verður fyrsti úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn föstudaginn 12. maí. Komi til fimm leikja er reiknað með oddaleik fimmtudaginn 24. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -