Karen Knútsdóttir leikstjórnandi Fram og og Einar Bragi Aðalsteinsson skytta úr HK eru leikmenn desember mánaðar í Olísdeildunum samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz sem birti niðurstöður sínar í dag.
Karen skoraði 6,5 mörk að jafnaði í leik, átti fimm stoðsendingar að meðaltali í leik og fiskað tvö vítaköst auk fleiri atriða sem varð þess valdandi að hún skaraði framúr öðrum leikmönnum Olísdeildar kvenna í nýliðnum mánuðum.
Einar Bragi átti ævintýralega leiki í mánuðinum með HK-liðinu. Hinn ungi HK-ingur skoraði 14 mörk af jafnaði í leik og skapaði eitt og hálft færi í leik svo einhvers sé getið.
Karen og Einar Bragi eru leikmenn mánaðarins í fyrsta sinn á þessu tímabili hjá HBStatz.
Stjörnumaðurinn, Hafþór Már Vignisson, skaraði framúr í október í Olísdeild karla og Benedikt Gunnar Óskarsson úr Val, í nóvember.
Thea Imani Sturludóttir, Val, var best í Olísdeild kvenna í október og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK, í nóvember.
Ítarlega tölfræði Olísdeildanna er finna á handboltamælaborði Expectus.is sem unnin er upp úr gögnum frá HBStatz. Mælaborðið er að finna hér.