-Auglýsing-

Kári Kristján er orðinn gjaldgengur með Þór

- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur skrifað undir eins árs samning við Þór Akureyri. Félagið sagði frá þessu fyrir stundu en hver fregnin hefur birst á eftir annarri síðustu daga og vikur um væntanleg vistaskipti Kára Kristjáns til Akureyrarliðsins og nýliða Olísdeildar.

Kári Kristján, sem er fyrrverandi landsliðsmaður, fékk ekki nýjan samning hjá ÍBV í sumar eftir margra ára veru hjá félaginu. Varð úr þessu öllu nokkurt havarí.

Fyrsti leikur gegn ÍBV?

Fyrsti leikur Kára Kristjáns með Þór í Olísdeildinni gæti verið gegn ÍBV í Eyjum á næsta laugardag í fjórðu umferð Olísdeildarinnar.

„Þrautreyndur og mikill persónuleiki“

„Það kom því ekkert annað til greina en að ná í flottasta skeggið sem var á lausu, og fundum það sannarlega með því að semja við Kára … Að öllu gamni slepptu þá mun koma Kára veita okkur meiri sveigjanleika, bæði í vörn og sókn. Hann er þrautreyndur og mikill persónuleiki þannig að ég geri líka ráð fyrir að hann verði mjög mikilvægur í klefanum,“ segir Daniel Birkelund þjálfari Þórs í viðtali við Akureyri.net í kvöld.

Kári Kristján, sem er liðlega fertugur, hefur áður leikið með Val og Haukum hér á landi auk ÍBV. Hann var um árabil atvinnumaður í Danmörku, Sviss og Þýskalandi.

Frá 2005 til 2021 lék Kári Kristján 145 landsleiki. Hann var síðast með á stórmóti á HM 2021 í Egyptalandi.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -