- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kastaði fjórum vikum ævinnar á glæ

Harald Reinkind sat miður sín á auglýsingaskilti og velti fyrir sér rökum lífsins eftir að tapaði fyrir Svíum í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Leikmenn og þjálfari norska landsliðsins voru afar miður sín í gærkvöld eftir tap fyrir sænska landsliðinu í síðasta leik milliriðils tvö á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Svíar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og unnu með eins marks mun, 24:23, og verða þar með í undanúrslitum. Norðmönnum virtist lítil huggun í að leika um 5. sæti mótsins. Stefnan var að að leika í undanúrslitum og hreppa verðlaun.


„Mér líður eins og hafa kastað fjórum vikum ævi minnar á glæ,“ hefur norska sjónvarpið eftir Harald Reinkind leikmanni landsliðsins. „Við vorum með öll tromp á hendi eftir fyrri hálfleikinn en féllum í holu undir lokin sem okkur tókst ekki að komast upp úr.“


„Ég er orðlaus og hundsvekktur,“ hefur VG eftir Sander Sagosen, stærstu stjörnu norska landsliðsins og samherja Reinkind hjá þýska meistaraliðinu THW Kiel. Sagosen brást bogalistin í síðasta markskoti norska landsliðsins rétt áður leiktíminn var úti.


„Þetta var versti ósigur sem ég hef upplifað á ferli mínum sem landsliðsþjálfari,“ sagði Christian Berge landsliðsþjálfari. „Við lékum ekki vel en vorum samt með tak á leiknum fram í seinni hálfleik, þá misstum við takið á afgerandi kafla í síðari hálfleik.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -