Einstök uppákoma var leikhléi í viðureign MT Melsungen og Flensburg í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Meðan starfandi þjálfari Flensburg , Anders Eggert, lagði línurnar fyrir leikmenn þreif leikmaður Flensburg og danska landsliðsins, Mads Mensah Larsen, í hljóðnema sem starfsmaður sjónvarpsstöðvar beindi að liðinu til að hljóðrita það sem sagt var eins og vani er í beinum útsendingum. Mesah lét ekki nægja að grípa í hljóðnemann hefur reifa hann af stönginni og kastaði honum í burtu. Ætluðu áhorfendur, í vellinum og heima í stofu, vart að trúa sínum eigin augum.
Ekki öll sagan sögð
Þar með var ekki öll sagan sögð því undir lok leiksins þegar Flensburg tók annað leikhlé var starfsmaður sjónvarpsins mættur með annan hljóðnema. Hann var rekinn í burtu með harðri hendi og fór með skottið og hljóðneman í burtu á milli lappanna.
Skildi ekki neitt í neinu
Hinn margreyndi handknattleiksmaður Stefan Kretzschmar var annar þeirra sem lýsti leiknum í sjónvarpi. Hann sagðist ekki skilja hvað Flensburg-liðinu gengi til með þessum aðgerðum sem líklegt er að draga dilk á eftir sér.
Spenna eftir þjálfarinn var rekinn?
Mikil spenna virðist ríkja í herbúðum Flensburg eftir að þjálfaranum var sagt upp störfum á laugardaginn. Liðið tapaði leiknum í gær og komst þar með ekki í undanúrslit bikarkeppninnar.
Komu skilaboðum til þjálfara
Jim Gottfridsson leikmaður Flensburg gaf þá skýringu eftir að leikinn að síðast þegar liðin mættust hafi forsvarsmenn Melsungen hlustað á leikhlé liðsins og komið skilaboðum áfram til þjálfara liðsins sem gat brugðist við.
Flensburg tapaði leiknum og féll úr leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.
Í undanúrslit annað árið í röð – Elliði Snær skoraði fimm mörk