Katla María Magnúsdóttir leikmaður Selfoss er markahæst í Olísdeild kvenna þegar nær því þriðjungur af leikjum deildarkeppninnar er að baki. Katla María gekk til liðs við uppeldisfélag sitt í sumar á nýjan leik að loknum nokkrum tímabilum með Stjörnunni.
Katla María hefur skorað átta mörk að jafnaði í leik.
Næst á eftir er Lena Margrét Valdimarsdóttir, Stjörnunni með 43 mörk og þar á eftir kemur fyrrverandi markadrottning Olísdeildarinnar, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir úr ÍBV.
Hér fyrir neðan eru 20 markahæstu leikmenn Olísdeildar kvenna, nafn, félag, markafjöldi og þar af fjöldi marka úr vítaköstum.
Þar fyrir neðan eru tvær töflur með nöfnum leikmanna sem hafa átt flestar stoðsendingar í leik til þess og þar fyrir neðan er þeir markverðir sem varði hafa hlutfallslega hafa verið flest skot.
Tölurnar teknar úr brunni tölfræðiveitunnar HBStatz og samantekt Expectus í svokölluðu handboltamælaborði Expectus þar sem margskonar tölfræði er tekin saman úr Olísdeildum kvenna og karla. Handboltamælaborðið má m.a. nálgast hér.
Nafn, félag, fjöldi marka, þar af vítaköst.
Katla María Magnúsdóttir | Selfossi | 48 | 14 |
Lena Margrét Valdimarsdóttir | Stjörnunni | 43 | 4 |
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir | ÍBV | 38 | 15 |
Elín Klara Þorkelsdóttir | Haukum | 35 | 6 |
Helena Rut Örvarsdóttir | Stjörunni | 35 | 0 |
Perla Ruth Albertsdóttir | Fram | 34 | 0 |
Roberta Ivanauskaité | Selfossi | 33 | 0 |
Þórey Anna Ásgeirsdóttir | Val | 31 | 19 |
Steinunn Björnsdóttir | Fram | 29 | 4 |
Thea Imani Sturludóttir | Val | 29 | 0 |
Sunna Jónsdóttir | ÍBV | 26 | 0 |
Rakel Guðjónsdóttir | Selfossi | 25 | 0 |
Eva Björk Davíðsdóttir | Stjörnunni | 24 | 12 |
Mariam Eradze | Val | 24 | 0 |
Ásta Björt Júlíusdóttir | ÍBV | 21 | 9 |
Berglind Benediktsdóttir | Haukum | 21 | 16 |
Britney Cots | Stjörnunni | 21 | 0 |
Embla Steindórsdóttir | HK | 21 | 8 |
Rut Arnfjörð Jónsdóttir | KA/Þór | 21 | 8 |
Þórey Rósa Stefánsdóttir | Fram | 21 | 0 |
Stoðsendingar: | meðaltal | |
Rut Arnfjörð Jónsdóttir | KA/Þór | 5,0 |
Ásdís Þóra Ágústsdóttir | Selfossi | 4,0 |
Elín Klara Þorkelsdóttir | Haukum | 3,8 |
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir | ÍBV | 3,7 |
Elín Rósa Magnúsdóttir | Val | 3,3 |
Kristrún Steinþórsdóttir | Fram | 3,2 |
Lena Margrét Valdimarsdóttir | Stjörnunni | 3,2 |
Sunna Jónsdóttir | ÍBV | 3,2 |
Thea Imani Sturludóttir | Val | 3,0 |
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir | Fram | 2,5 |
Eva Björk Davíðsdóttir | Stjörnunni | 2,5 |
Mariam Eradze | Val | 2,5 |
Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir | HK | 2,3 |
Katla María Magnúsdóttir | Selfossi | 2,3 |
Natasja Hammer | Haukum | 2,3 |
Varin skot | Hlutf. % | |
Darija Zecevic | Stjörnunni | 41 |
Hafdís Renötudóttir | Fram | 39 |
Sara Sif Helgadóttir | Val | 36 |
Matea Lonac | KA/Þór | 35 |
Marta Wawrzykowska | ÍBV | 35 |
Soffía Steingrímsdóttir | Fram | 33 |
Margrét Ýr Björnsdóttir | HK | 33 |
Margrét Einarsdóttir | Haukum | 30 |
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir | Selfossi | 30 |
Cornelia Hermansson | Selfossi | 27 |