- Auglýsing -
Landsliðkonan Katrín Anna Ásmunsdóttir hefur gengið til liðs við Fram og skrifað undir þriggja ára samning. Katrín Anna, sem leikur í hægra horni, kemur til Fram frá Gróttu og er ætlað að koma í stað Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur sem hefur ákveðið að rifa seglin.
Katrín Anna er öflugur hornamaður og átti mjög gott tímabil með Gróttu í Olísdeildinni á liðnu tímabili, þar sem hún skoraði 57 mörk í 21 leik. Hún hefur leikið 10 landsleiki og var í landsliðshópnum sem tók þátt í Evrópumótinu í Austurríki undir lok síðasta árs. Einnig var Katrín Anna í U18, 19 og 20 ára landsliðunum síðustu árin ásamt nokkrum leikmönnum Fram-liðsins.
- Auglýsing -