Grótta vann öruggan sigur á neðsta liði Grill 66-deildar kvenna, Berserkjum, 36:20, í upphafsleik 5. umferðar í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Unglingalandsliðskonan Katrín Anna Ásmundsdóttir átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Gróttu sem færðist upp að hlið Selfoss og FH með sigrinum. Öll hafa liðin þrjú átta stig en FH og Selfoss eiga leik til góða á Gróttuliðið.
Því miður var aldrei spenna í leiknum í Hertzhöllinni í kvöld. Til þess var Gróttuliðið oft sterkt. Það skoraði sex fyrstu mörkin og hafði skoraði 10 mörk eftir aðeins stundarfjórðung. Að loknum fyrri hálfleik var 14 marka munur, 22:8.
Lið Berserkja er skipað ungum leikmönnum sem eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það getur tekið tíma og þolinmæði að feta sig áfram brautina og því verður óhjákvæmilegt að stundum sé á brattann að sækja.
Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 11, Ólöf María Stefánsdóttir 7, Karlotta Óskarsdóttir 4, Lilja Hrund Stefánsdóttir 4, Arndís Áslaug Grímsdóttir 2, Guðlaug Embla Hjartardóttir 2, Ída Margrét Stefánsdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 1, Elín Ísold Pálsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Vala Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 9, Soffía Steingrímsdóttir 2.
Mörk Berserkja: Thelma Lind Victorsdóttir 6, Gerður Rún Einarsdóttir 5, Agnes Ýr Bjarkadóttir 3, Tanja Rut Hermansen 3, Tanja Rut Hermansen 1, Anna Margrét Sigurðardóttir 1, Nina Milansdóttir Remic 1.
Varin skot: Sandra Björk Ketilsdóttir 9, Aníta Sólveig Traustadóttir 1.
Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.