Katrín Tinna Jensdóttir handknattleikskona úr ÍR hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina við Pólverja á föstudag og laugardag hér á landi.
Katrín Tinna hefur leikið 19 landsleiki og var m.a. í landsliðinu sem tók þátt í heimsmeistaramótinu undir lok síðasta árs. Hún er þar með öllum hnútum kunnug innan landsliðsins.
Fyrri leikur Íslands og Póllands fer fram í Lambhagahöllinni á föstudaginn klukkan 20.15 og sá síðari í Sethöllinni á Selfossi á laugardaginn klukkan 16. Ókeypis aðgangur er að báðum viðureignum.
Leikirnir eru liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir Evrópumótið sem hefst eftir liðlega mánuð í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi.
Báðar viðureignir Íslands og Póllands verða í þráðbeinni útsendingu á Handboltapassanum.
Sjá einnig:
Einn nýliði og þrjár reyndar bætast í hópinn fyrir leikina við Pólland
Kvennalandsliðið kemur saman í dag – tveir heimaleikir síðar í vikunni
Undirbúningur er hafinn fyrir leikina við Pólland