Norska handknattleiksliðið ØIF Arendal staðfesti síðdegis að Akureyringurinn Dagur Gautason hafi snúið til baka til félagsins eftir nokkrurra mánaða dvöl hjá frönsku bikarmeisturunum Montpellier.
„Ég kunni vel við mig síðast þegar ég var hér. Ég þekki marga af leikmönnunum og fólkinu í kringum félagið. Dvöl mín hér síðast var vel heppnuð og ég er ánægður með að vera kominn aftur,“ segir Dagur í frétt á heimasíðu félagsins.
„Það var stórkostlegt að fá að spila í svo sterkri deild með stórum nöfnum, og Evrópudeildin var frábær upplifun. Ég hef öðlast dýrmæta reynslu, þroskast mikið sem leikmaður og kem til baka sem betri leikmaður, segir Dagur ennfremur um reynslu sína af verunni hjá Montpellier frá því í febrúar og keppnistímabilið á enda.
Dagur kom frá KA til ØIF Arendal fyrir tveimur árum og sló í gegn á sinni fyrstu leiktíð í norsku úrvalsdeildinni. M.a. var hann valinn í úrvalslið deildarinnar 2023/2024 og var í nokkur skipti í úrvalsliðið mánaðarins.
Karlar – helstu félagaskipti 2025
Fer aftur til Noregs eftir skamma Frakklandsdvöl