- Auglýsing -

Keppnistímabilið er á enda hjá Huldu Bryndísi

Hulda Bryndís Tryggvadóttir leikmaður KA/Þórs er komin í frí frá handboltavellinum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Hulda Bryndís Tryggvadóttir leikur ekki meira með KA/Þór á keppnistímabilinu sem er nýlega hafið. Hún gengur með sitt fyrsta barn og er þar með komin í fæðingarorlof frá handboltanum.

Hulda Bryndís tók þátt í tveimur fyrstu leikjum KA/Þórs í Olísdeildinni, gegn ÍBV á útivelli og við Hauka á heimavelli og skoraði þrjú mörk.


Hulda Bryndís hefur undanfarin ár verið hlekkur í sterku liði KA/Þórs og varð m.a. Íslands-, bikar- og deildarmeistari með liðinu á síðasta ári þegar engin bönd héldu Akureyrarliðinu. Um leið er um er að ræða enn eina breytinguna á KA/Þórsliðinu frá síðustu tímabilum en í sumar réru nokkrir leikmenn liðsins á ný mið og aðrir komu í þeirra stað.Hulda Bryndís er önnur handknattleikskonan á nokkrum dögum sem dregur sig í hlé frá handboltanum vegna þess að hún er ekki kona einsömul. Í síðustu viku var sagði Karen Knútsdóttir landsliðskona og Framari frá því að hún verður ekkert með Fram vegna þess að hún væntir barns í kringum næstu páska.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -