- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kiel er komið á þekktar slóðir

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kiel er komið á þekktar slóðir í þýsku 1. deildinni í handknattleik eftir sigur á MT Melsungen, 24:22, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Sigurinn fleytti Kiel í efsta sætið, stigi fyrir ofan Füchse Berlin, sem tapaði fyrri í dag fyrir Þýskalandsmeisturum SC Magdeburg, 32:31, eins og áður hefur verið greint frá.

Elvar skoraði tvisvar

Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir Melsungenliðið í heimsókninni til hafnarborgarinnar. Arnar Freyr Arnarsson náði ekki að skorað úr þeim tveimur skotum sem hann átti á markið hjá Niklas Landin.


Nikola Bilyk skoraði sex mörk fyrir Kile og sænski hornamaðurinn Niclas Ekberg var næstur með fimm mörk. Kai Häfner skoraði fimm mörk fyrir Melsungen og var markahæstur. Melsungen féll um eitt sæti, niður í áttunda sæti, með tapinu.

Áfram í þriðja sæti

Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen eru áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir góðan sigur á Göppingen í Mannheim í dag, 36:33. Þýski landsliðsmaðurinn Juri Knorr átti annan stórleik í röð fyrir Rhein-Neckar Löwen. Hann skoraði 11 mörk.

Stórsigur hjá Teiti Erni og félögum

Teitur Örn Einarsson var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Flensburg í stórsigri í heimsókn til Bergischer, 31:18. Flensburg situr áfram í fimmta sæti deildarinnar. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer. Emil Jakobsen og Lasse Møller skoruðu sex mörk hvor fyrir Flensburg.


Hannover-Burgdorf vann Stuttgart á heimavelli, 27:22. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorfliðsins.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -