- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kiel fékk bronsið – martraðar fyrri hálfleikur hjá Magdeburg

Filip Jicha og hans menn í THW Kiel mættu betur stefndir til leiksins um þriðja sætið í Köln í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

THW Kiel vann sannfærandi sigur í leik vonbrigðanna sem stundum er kallaður svo, þ.e. um þriðja sæti, bronsverðlaunin, á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess Arena í dag. Eftir skell fyrir Barcelona í undanúrslitum í gær rifu leikmenn Kiel sig upp og lögðu meistara síðasta árs, SC Magdeburg, 32:28. Evrópumeistararnir fara þar af leiðandi tómhentir frá Köln eftir þessa helgi og í sumarleyfi.

Leikmenn Magdeburg voru komnir til Kölnar til annars en að leika um þriðja sætið. Það mátti sjá á leik liðsins í fyrri hálfleik í dag. Vonbrigði gærdagsins voru greinileg. Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur. Varnarleikur og markvarsla vart fyrir hendi. Staðan var orðin erfið eftir 30 mínútur, 23:14, fyrir Kiel.

Verður ekki merkileg helgi í minningunni

Magdeborgarar tóku sig saman í andlitinu þegar á leið síðari hálfleik. Þeir hertu upp hugann, ekki síst í vörninni. Afleiðingarnar voru þær að með góðu áhlaupi á síðustu mínútum tókst þeim að minnka muninn í þrjú mörk, 30:27, og áttu þess kost að komast með forskot Kiel í tvö mörk þremur mínútum fyrir leikslok. Það lánaðist ekki. Tomas Mrkva varði frá Oscar Bergendahl af línu og þar með myrkvaðist endanlega fyrir gluggana hjá leikmönnum Magdeburg að þessu sinni.

Tékkinn Mrkva reyndist Magdeburgarliðinu erfiður. Hann varði m.a. þrjú vítaköst frá Ómar Inga Magnússyni sem náði sér ekki á strik í leiknum.

Janus Daði Smárason lék sinn síðasta leik fyrir Magdeburg að þessu sinni.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var bestur Íslendinganna en á heildina litið var þetta ekki leikur Magdeburg frekar en viðureignin í undanúrslitum í gær. Liðið gróf sig of djúpt í fyrri hálfleik til þess að möguleiki væri góður á að koma til baka í síðari hálfleik.

Mörk SC Magdeburg: Lukas Mertens 7, Gísli Þorgeir Kristjánsson 5, Fleix Claar 4, Tim Hornke 4, Ómar Ingi Magnússon 3, Janus Daði Smárason 2. Magnus Saugstrup 2 Christian O’Sullivan 1.
Varin skot: Sergey Henrnandez 9, 24,3% – Mikael Aggerfors 0.

Mörk THW Kiel: Eric Johansson 7, Magnus Landin 6, Niclas Ekberg 6, Mykula Bilyk 6, Harald Reinkind 3, Hendrik Pekeler 3, Domagoj Duvnjak 1.
Varin skot: Tomas Mrkva 15/3, 34,88%

Handbolti.is var í Lanxess Arena og fylgdist með því helst í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -