- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kiel heldur efsta sæti – úrslit og staðan í Þýskalandi

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kiel hefur tveggja stiga forskot í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar tvær umferðir eru eftir óleiknar. Kiel sótti tvö stig í safnið í heimsókn til Arnórs Þórs Gunnarssonar og félaga í Bergsicher í dag, 29:26, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 14:13.

Arnór Þór skoraði ekki mark í leiknum. Hann fékk afhenta viðurkenningu í leikslok fyrir að hafa á dögunum skorað sitt 1000. mark fyrir Bergsicher í efstu deild eins og sagt var frá handbolti.is fyrir helgina.

Arnór Þór með viðurkenninguna frá félagi sínu fyrir 1.000 mörk í þýsku 1. deildinni. Mynd/Bergischer Handball-Club 06

Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf fagnaði sigri í Flensburg í dag, 35:30. Hannover-Burgdorf er í harðri keppni um sjötta sæti deildarinnar við HSV Hamburg en liðin eru jöfn að stigum með 34 hvort.

Rhein-Neckar Löwen, sem Ýmir Örn Gíslason leikur með er með 45 stig í fimmta sæti deildarinnar eins og Flensburg eftir stórsigur á Erlangen, 40:23, í dag. Rhein-Neckar Löwen á aðeins einn leik eftir en Flensburg tvo.

Úrslit dagsins í þýsku 1. deildinni:

Bergischer HC – Kiel 26:29 (14:13).
– Arnór Þór Gunnarsson skoraði ekki mark fyrir Bergischer HC.

Flensburg – Hannover-Burgdorf 30:35 (15:20).
– Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg og átti eina stoðsendingu.
– Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Wetzlar – Melsungen 25:27 (10:14).
– Arnar Freyr Arnarsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen og var einu sinni vísað af leikvelli. Elvar Örn Jónsson er fjarverandi vegna meiðsla.

Rhein-Neckar Löwen – Erlangen 40:23 (24:10).
– Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark fyrir Rhein-Neckar Löwen.
– Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.

Stuttgart – Gummersbach 31:30 (17:16).
– Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Gummersbach. Hákon Daði Styrmisson skoraði ekki mark fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.

Göppingen – Füchse Berlin 25:19 (14:10).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -