- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kíktu bara á vegginn, þetta er allt mjög skýrt hér

- Auglýsing -

„Ég er sáttur eftir þrjá sigurleiki. Mér fannst liðið leika að mörgu leyti vel þótt það hafi ekki verið fullkomið,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari karlaliðs Hauka í samtali við handbolta.is í lok Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum í gær.

Ásgeir Örn segir undirbúningsvikurnar að undanförnu hafa gengið samkvæmt áætlun. „Við höfum sinnt líkamlega þættinum vel en eigum ennþá eitthvað inni í leiknum sjálfum. Enn eru tæpar tvær vikur í fyrsta leik í Olísdeildinni. Tíminn framundan fer í að vinna í þeim þætti. Heilt yfir þá er ég sáttur við í hvaða sporum við stöndum,“ sagði Ásgeir Örn sem tók við þjálfun Hauka í nóvember 2022.

Eins og hjá fleiri liðum hefur verið nokkuð um breytingar á leikmannahópnum. Leikmenn hafa róið á önnur mið og aðrir komið í staðinn, jafnt yngri leikmenn úr röðum félagsins og reyndari menn frá öðrum vígstöðvum. Ásgeir Örn segir að sinn tíma taki að púsla hópnum saman.

Spurður hvert markmið fyrir tímabilið var svarið hiklaust: „Kíktu bara á vegginn, þetta er allt mjög skýrt hér,“ sagði Ásgeir Örn og vísaði á töflu á vegg Ásvalla þar sem Íslands- og bikarmeistaratitlar handknattleiksdeildar Hauka er taldir upp.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Ásgeir Örn efst í þessari frétt.

Leikjadagskrá Olísdeilda

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -