Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur sent kínverska handknattleikssambandinu annað af tveimur boðskortum (wild card) sem IHF hefur yfir að ráða vegna heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í desember. Beðið verður með að ákveða hvert hitt boðskortið verður sent fram yfir undankeppnina sem lýkur á næstu vikum, m.a. í Evrópu.
IHF rökstyður ákvörðun sína með að senda Kínverjum boðskort á HM með því að benda á góðan árangur U18 ára landsliðs Kínverja á HM á síðasta ári sem fram fór í Kína. Einnig hafi áhugi aukist og framfarir verið nokkrar meðal kínverskra félagsliða.
Fimm Asíuríki taka þar með þátt í HM kvenna. Auk Kínverja mæta Japan, Suður Kórea, Kasakstan og Íran til leiks með landslið sín. Lið landanna fjögurra tryggðu farseðla sína á HM í forkeppni Asíu.
Umspilsleikir á Ásvöllum
Umspilsleikir landsliða Evrópu fer fram frá 9. til 13. apríl. Íslenska landsliðið mætir landsliði Ísrael í tvígang á Ásvöllum 9. og 10. apríl. Samanlagður sigurvegari öðlast keppnisrétt á HM.