- Auglýsing -
Mikil eftirvænting ríkir í herbúðum KA-liðsins í Vínarborg fyrir síðari viðureignina við HC Fivers í Sporthalle Hollgasse. Eftir eins marks sigur, 30:29, í fyrri viðureigninni í gær má segja að KA fari með eins marks forskot inn í síðari hálfleikinn í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.15 og verður textalýsing frá viðureigninni á handbolta.is.
Allir leikmenn KA-liðsins er heilir heilsu og reiðubúnir að leggja allt í sölurnar í dag gegn Fiversingum sem væntanlega hugsa andstæðingum sínum þegjandi þörfina eftir tapið.
Hér fyrir neðan eru myndir sem handbolti.is fékk sendar fyrir fyrir nokkrum mínútum þegar leikmenn KA voru að búa sig undir brottför frá hóteli og í keppnishöllina.
- Auglýsing -