- Auglýsing -
„Við spiluðum hörkuleik en vorum í vandræðum með færin. Varnarlega vorum við frábærir og sóknin var góð nema að við kláruðum ekki færin sem við komum okkur í,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við handbolta.is eftir tveggja marka tap fyrir þýska landsliðinu í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknatttleik í Lanxess-Arena í kvöld, 26:24.
„Mér fannst við með lausnir á leik Þjóðverjanna. Þetta var bara svekkjandi. Við verðum að jafna okkur á því og leika vel í næsta leik,“ sagði Ómar Ingi ennfremur.
Næsti leikur landsliðsins verður við Frakka á laugardaginn klukkan 14.30 og áfram verður leikið í Lanxess-Arena í Kölnarborg.
- Auglýsing -