- Auglýsing -
- Auglýsing -

Klefinn hjá Silju Úlfars – Leiðin á toppinn með Loga Geirs

- Auglýsing -

Logi Geirsson er nýjasti gesturinn í podcastinu Klefinn hjá Silju Úlfars. Þar ræddi hann um hvernig á að ná árangri. 

Klefinn er podcast fyrir allt íþróttafólk, þar má finna viðtöl við næringarfræðing, íþróttasálfræðing, sjúkraþjálfara og fleiri.

Landsmenn þekkja Loga sem landsliðsmann og einn af silfurdrengjunum okkar frá Ólympíuleikunum 2008. Síðar hefur hann gert garðinn frægan sem sérfræðingur sjónvarpsstöðva þegar kemur að handbolta. Hann gerðist ungur atvinnumaður hjá Lemgo í Þýskalandi en var svo óheppinn að meiðast illa áður en hátindi ferilsins var náð. Meiðslin bundu enda á ferilinn. 

ÞEGAR LEMGO HEILLAÐI

Logi segir frá því þegar Brynjar bróðir hans kom heim frá Þýskalandi með spólu með upptöku af leik Lemgo þegar þeir urðu Þýskalandsmeistarar 1997. Logi ákvað þá að hann ætlaði þangað, en fjórum árum síðar var hann kominn til Lemgo. Fyrsti leikurinn var fyrir framn 33.000 manns sem var þá heimsmet og Logi skoraði 6 mörk. 

Spurður um hvernig hann lét drauminn rætast á 4 árum, þá segir hann að hann herti á öllu, tók matinn í gegn, svaf betur, æfði aukalega, tók hausinn í gegn. Hann fór ekki í partý, heldur fór hann frekar út að hlaupa og las sér til um mataræði. Þá segir Logi: „Formúlan er að gera alla erfiðu hlutina, þetta á við um lífið líka, ef þú gerir ekki erfiðu hlutina þá verður lífið erfitt.“ 

FÓR ÚT AÐ HLAUPA Í HUGANUM 

Logi segir frá tímum sínum hjá FH, en 18-19 ára Logi æfði með meistaraflokk FH, leikmenn áttu að fara út að hlaupa um morguninn og Logi ákvað að hlaupa í huganum. Hann fór í bílskúrinn en ákvað að hlaupa í huganum. Logi lýsir þessu. „Ég leggst upp í rúm, ligg og byrja að ímynda mér að ég sé að fara út og ég sé bílana í götunni, hér er fluga og hér fer ég niður göngustíginn, svo byrja ég að svitna, og ég trúi þessu varla sjálfur.“ 

Þegar hann kemur á æfingu og segist hafa tekið æfinguna upp í rúmi, en leikmenn voru eins og þeir höfðu séð draug og eru enn að gera grín að honum upp í Kapla. Logi hefur alltaf talað um hvað hugurinn er sterkur og að þú getur gert allskonar og framkvæmt allskonar með huganum. 

SJÁLFSTRAUST 

Logi talar um að ef þú getur ekki séð þig vinna, þá er ómögulegt að vinna, ef þú hefur ekki trú á sjálfum þér, hver á þá að hafa það? Þú verður aldrei betri en sjálfstraustið þitt, en Logi hafði alltaf mikla trú á sér og ef hann klikkaði í leik, hann bara trúði því ekki og lét það ekki trufla sig. 

Þegar Logi er spurður hvort hann hafi einhvern tímann talað niður til sín, þá neitar hann því. „Ég ákvað að taka mig í sátt, ósáttur við margt, seinþroska, hvernig ég leit út. Einn daginn hugsaði ég heyrðu þetta er ekki að ganga svona, ég er ekki að vaxa svona sem einstaklingur. Stærsti sigurinn var að taka mig í sátt. Tala við sjálfa sig.“

MEIÐSLI

Logi ræðir meiðsli íþróttafólks, að oft verða íþróttafólkið sárt út í klúbbana sem eru oft ekki með neitt öryggisnet, það hringir enginn í þau, ekki einu sinni þjálfarinn, þú dettur úr hópnum. Logi segir að félögin þurfi að taka meitt íþróttafólk nær sér. „Þegar maður er lágur í orku þá þarf einhver að hífa mann upp, maður þarf að sækja þessa orku”. Þegar þú meiðist þá er alltaf hægt að gera aðra hluti, þú getur unnið í hugarþjálfun, hlaupið/hjólað, lagað mataræðið, svefninn, fókusað á markmiðasetningu. Ekki setja fókusinn á vandamálið og fundið aðeins það neikvæða, finndu það jákvæða. Hugarfarið skiptir öllu máli segir Logi. 

BARA PLAN A, EKKI PLAN B 

Logi segir: Það er ekkert plan b, það er bara plan A ef það breytist þá er komið nýtt plan A.”

Logi talar um að íþróttamenn geti allt sem þeir ætla sér að gera, svo kemur nýr kafli og það sé þá hægt að mennta sig, sjálfur er hann með einkaþjálfaranám frá ÍAK og búinn að læra viðskiptafræði eftir handboltann. Ég bý mér ekki til möguleikann ef eitthvað klikkar þá ætla ég að … hvaða fræjum ertu að sá! Ég fer ekki á vítapunktinn ef eitthvað klikkar, ég er að fara þangað til að skora.” 

HEFÐI ORÐIÐ BESTUR Í HEIMI

„Ef ég hefði vitað allt sem ég veit í dag, ertu að grínast. Ég hefði orðið bestur í heimi, miðað við effortið sem ég lagði í þetta. Ég lét engan gera meira en ég, ég skaut meira en allir aðrir. Ég fór oftar að lyfta en allir. Ég gerði allskonar, stundum gerði ég margt vitlaust. Ég fór í bókabúðina og vonaðist eftir að sjá prógram frá Schwarzenegger. Ég leitaði til þín, kenndir mér að nota orkuna rétt. Ég var fljótastur í landsliðinu og líka í Lemgo,” segir Logi

Það geta allir látið drauma nálgast, ef þú stefnir á eitthvað og langar að ná eitthvað vertu með plan a ekki b, þá kemstu þangað. Árangur er aftur á bak upp og niður og á endanum verður þú eins og ég á ÓL með silfrið, segir Logi Geirsson.

Hægt er að hlusta á þáttinn eins og aðra þætti Klefans á Spotify, Apple Podcast og Youtube. 

Spotify:

Youtube:

https://www.youtube.com/watch?v=5bgcqYTVkbY&t=1s 

Klefinn – hlaðvarp – fleiri þætti er að finna á Spotify, Apple Podcast og Youtube.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -