Hinn þrautreyndi markvörður danska handknattleiksliðsins GOG og kollegi Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar, Søren Haagen greindist jákvæður þegar hann eins og aðrir leikmenn GOG-liðsins gengust undir kórónuveirupróf í gær.
Af þessum sökum voru allir leikmenn kallaðir í próf. Þá greindist smit hjá einum leikmanni til viðbótar, Kasper Kildelund. Haagen og Kildelund er þar með komnir í sóttkví. Aðrir leikmenn liðsins halda sínu striki við æfingar og keppni. Næsti leikur GOG verður á útivelli gegn botnliði Lemvig á laugardaginn.
Haagen, sem er 46 ára gamall, lék með GOG gegn Rhein-Neckar Löwen á heimavelli í Evrópudeildinni á þriðjudagskvöld. Kildelund tók einnig þátt í leiknum.
Allir leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar fara a.m.k. einu sinni í viku í kórónuveirupróf.