- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kolstad fer með annað stigið heim frá Zagreb

Simen Lyse var atkvæðamikill hjá Kolstad í leiknum í Zagreb í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -



Kolstad vann annað stigið í heimsókn sinni til RK Zagreb eða e.t.v. er réttara að segja að heimaliðið hafi unnið stigið vegna þess að Filip Glavas jafnaði metin fyrir RK Zagreb undir lok leiksins, 25:25. Kolstad var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Í síðari hálfleik snerust hlutirnir við og liðin skiptust á um að hafa yfirhöndina. M.a. var Zagreb-liðið tveimur mörkum yfir, 23:21, um tíma.


Rífandi góð stemning var í Zagreb Arena í kvöld en um 13.500 áhorfendur borguðu sig inn á leikinn og ljóst að ennþá er mikil stemning fyrir handboltanum í höfuðborg Króatíu eftir heimsmeistaramótið á dögunum.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad og gaf eina stoðsendingu en annars var Simon Jeppsson markahæstur með sjö mörk. Simen Lyse var næstur með fimm mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu. Arnór Snær Óskarsson var ekki á meðal þeirra sem skoraði fyrir Kolstad ekkert fremur en Sveinn Jóhannsson sem fékk beint rautt spjald eftir liðlega 20 mínútna leik.

Zagreb rekur áfram lestina í B-riðli með sjö stig þegar liðið á tvo leiki eftir. Kolstad er í sjötta sæti með níu stig og er í harðri keppni um sæti í útsláttarkeppninni.

Ihar Bialiauski skoraði átta sinnum fyrir RK Zagreb og fyrrgreindur Glavas var næstur með fjögur mörk.

Valdir kaflar: RK Zagreb – Kolstad

Fredericia HK tapaði á heimavelli

Fredericia HK rekur áfram lestina í A-riðli Meistaradeildar. Í kvöld tapaði liðið á heimavelli fyrir stjörnum prýddu liði PSG, 38:32. Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar voru marki yfir í hálfleik, 17:16.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki mark fyrir Fredericia að þessu sinni. Martin Bisgaard og Reinier Taboada Dranquet skoruðu sex mörk hvor fyrir Fredericia. Pólski línumaðurinn Kamil Syprzak var óstöðvandi fyrir PSG-liðið og skoraði 10 mörk. Ferran Solé var næstur með sex mörk.

Valdir kaflar úr leik Fredericia – PSG.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -