- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kolstad hafði betur í fyrsta úrslitaleiknum

Sigvaldi Björn Guðjónsson fagnar marki í leik með Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norsku meistararnir Kolstad stigu skref í átt til þess að vinna úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í kvöld með því að leggja Elverum, 30:28, í fyrsta leik liðanna af mögulega þremur í Trondheim Spektrum. Kolstad, sem varð meistari í vor og bikarmeistari nokkru eftir áramótin, annað árið í röð, var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri, 17:13.

Næsti leikur liðanna verður á laugardaginn á heimavelli Elverum.

Kolstad var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi. Virtist sem liðið hefði öll tromp á hendi þar til á síðustu mínútum að leikmenn Elverum bitu í skjaldarrendur. Þeim lánaðist að velgja Kolstad-mönnum undir uggum hvað eftir annað með því að minnka muninn í eitt mark. Simen Lyse skoraði 30. mark Kolstad 43 sekúndum fyrir leikslok, 30:28.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -