Norska meistaraliðið Kolstad tókst að knýja fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu við Nærbø með sigri á Sparebanken Vest Arena, heimavelli Nærbø, í gær, 36:29. Kolstad tapaði óvænt á heimavelli sínum fyrir viku, 38:32, en fær nú oddaleik heima á laugardaginn til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi.
Íslendingarnir fjórir komu talsvert við sögu. Arnór Snær Óskarsson skoraði þrjú mörk eins og Sigvaldi Björn Guðjónsson sem fékk rautt spjald á áttundu mínútu síðari hálfleiks.
Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Kolstad. Simon Jeppsson var markahæstur eins og stundum áður með sjö mörk.
Sigvaldi Björn var ekki eini leikmaður Kolstad sem fékk rautt spjald í leiknum. Magnus Gullerud sá rauða spjaldið snemma leiks fyrir að slá einn leikmanna Nærbø í hálsinn.
Elverum og Arendal eigast við í hinni rimmu undanúrslitanna. Elverum vann fyrst leikinn og sækir Arendal heim í kvöld.