- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kom mér ekki á óvart hversu slakt þetta var

Þórey Rósa Stefánsdóttir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Maður gat sér það til fyrirfram að þetta lið væri ekki upp á marga fiska þegar við fengum ekki einu sinni að sjá vídeo upptöku af leikjum með því i undirbúningnum. Þar af leiðandi kom mér ekki á óvart hversu slakt þetta lið er,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir leikreyndasti liðsmaður íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 18 marka sigur Íslands á landsliði Lúxemborgar í viðureign liðanna í undankeppni Evrópumótsins á Ásvöllum í kvöld, 32:14.


„Ég hefði viljað halda þeim í færri skoruðu mörkum. En hvað með það. Fyrsti sigurinn er í húsi hjá okkur í undankeppninni. Það er það sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ sagði Þórey Rósa sem skoraði fimm mörk í sínum 122. landsleik.

„Við náðum aðeins að spila okkur saman og fengum einhver svör vonandi, jafnt í vörn sem sókn. Allar sem voru á skýrslu fengu tækifæri til þess að spila. Það er sjálfum sér gott,“ sagði Þórey Rósa.

Hörkuleikur framundan

Næsti leikur íslenska liðsins í undankeppninni verður gegn Færeyingum í Þórshöfn á sunnudaginn. „Það verður mikið erfiðari leikur. Mikill uppgangur í færeyskum handbolta, jafnt karla sem kvenna. Ég reikna með hörkuleik í hörkustemningu og ég ætla að vinna þann leik,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir við handbolta.is eftir leikinn á Ásvöllum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -