- Auglýsing -
Hafdís Renötudóttir markvörður Vals og landsliðsins hóf keppnistímabilið í gær með stórleik gegn Haukum í meistarakeppni HSÍ. Hún varði 20 skot, 61% hlutfallsmarkvarsla, í sjö marka sigri Vals, 22:15.
„Þessi leikur kom mér svolítið á óvart vegna þess að Haukar eru með sterkt lið,“ sagði Hafdís í samtali við handbolta.is. „Vörnin og markvarslan var góð. Allt spilar þetta saman,“ bætir Hafdís við en lengra viðtal við hana er í myndskeiði hér fyrir neðan.
Hófu nýtt tímabil eins því síðasta lauk
Þær þekkja þetta frá síðustu árum
- Auglýsing -