Keppni hefst á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu þar sem 17 ára landslið kvenna og karla taka þátt auk íslenskra ungmenna í fleiri keppnisgreinum. Lagt var af stað árla dags í gær og kom handknattleikshópuinn til Skopje í gærkvöld.
Dagskrá 17 ára landsliðs kvenna:
Mánudagur 21. júlí: N-Makedónía - Ísland, kl. 14.
Þriðjudagur 22. júlí: Noregur - Ísland, kl. 16.15.
Miðvikudagur 23. júlí: Ísland - Sviss, kl. 16.15.
Föstudagur 24. júlí: Krossspil á milli riðla.
Laugardagur 25. júlí: Leikið um sæti eitt til átta.
- Í hinum riðlinum eiga sæti landslið Frakklands, Hollands, Ungverjalands og Þýskalands.
- Landslið Sviss vann Opna Evrópumót 16 ára landsliða í fyrra.
Íslenski keppnishópurinn:
Markverðir:
Danijela Sara Björnsdóttir, HK.
Erla Rut Viktorsdóttir, Haukar.
Aðrir leikmenn:
Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV.
Alba Mist Gunnarsdóttir, Valur.
Danijela Sara Björnsdóttir, HK.
Ebba Guðríður Ægisdóttir, Haukar.
Eva Lind Tyrfingsdóttir, Selfoss.
Eva Steinsen Jónsdóttir, Valur.
Guðrún Ólafía Marinósdóttir, FH.
Hekla Halldórsdóttir, HK.
Klara Káradóttir, ÍBV.
Laufey Helga Óskarsdóttir, Valur.
Roksana Jaros, Haukar.
Tinna Ósk Gunnarsdóttir, HK.
Valgerður Elín Snorradóttir, Víkingur.
Vigdís Arna Hjartardóttir, Stjarnan.
Þjálfari: Díana Guðjónsdóttir.
Sjúkraþjálfari: Eva Aðalsteinsdóttir.
Flokksstjóri: Brynja Ingimarsdóttir.
Ólympíuhátíðin er fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Ísland mun eiga 49 keppendur í sex greinum auk handbolta; borðtennis, badminton, götuhjólreiðum, frjálsíþróttum, júdó og áhaldafimleikum.